Námskeið og reglulegar æfingar

Mánaðarkort – 14.000.kr
Viðgerðarþjónusta boga er hægt að fá með því að bóka einkatíma frá þjálfara – 7.500.kr 60 mín.

Byrjendanámskeið fullorðnir í bogfimi (6 tímar).

Hægt er að skrá sig beint á námskeið þótt að engin reynsla eða þekking sé fyrir hendi, við kennum allt sem þarf að kunna.

Þú lærir á námskeiðinu grunnatriði og öryggisatriði í bogfimi, grunninn á sveigboga og trissuboga, stigaskorun, keppnisreglur o.fl.

Hámarksfjöldi 4 manns per námskeið.

Júlí-námskeið (mánu- og miðvikudagar): 13., 15., 20., 22., 27. og 29. júlí, kl 18:00-19:00. – FULLT

Ágúst-námskeið (mánu- og miðvikudagar): 10., 12., 17., 19., 24. og 26. ágúst, kl 18:00-19:00. – FULLT

Verð: 20.000.kr.

Æfingar í Bogfimisetrinu er hægt að skrá sig á í gegnum Bogfimifélagið Bogann.

http://boginn.is/

Almennar upplýsingar um námskeið.

Til að kaupa boga þarf að vera í íþróttafélagi og leyfi frá lögreglustjóra (þegar þú kaupir boga í gegnum búðina okkar, þá sjáum við um það fyrir þig, þú þarft bara að velja boga. Allt annað en boga má kaupa án leyfis)