Skilmálar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun GuðGuð ehf. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á bogfimisetrið.is

Bogfimisetrið ehf. / GuðGuð ehf. áskílur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð, myndir og vörulýsingar á heimasíðunni eru birtar með fyrirvara um villur.

Hægt er að skila eða skipta nýjum vörum sem eru í upprunalegu pakkningum innan 14 daga gegn framvísun greiðslukvittunar í aðra vörur eða inneign. Vörur fást ekki endurgreiddar.

Sérpöntuðum vörum er ekki hægt að skila eða skipta í aðrar vörur.

Ef galli kemur upp í vöru þá þarf verslunarstjóri að leggja mat á það hvort um galla sé að ræða eða ekki. Það telst ekki galli að þurrskjóta (Dry Fire) bogum.

Útsöluvörum fæst ekki skilað.

Þegar þú verslar á bogfimisetrid.is, getur þú valið á milli þess að sækja í verslun eða fengið pöntunina þína senda með Íslandspósti. Sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda.