Gjafabréfin frá okkur eru skemmtileg og öðruvísi jólagjöf😊
Það er hægt að kaupa gjafakort í 30, 60 eða 90 mín og líka fyrir 10-tímakort og mánaðarkort í bogfimi.
Það er hægt að kaupa gjafabréf beint í afgreiðslunni okkar eða panta þau í gegnum tölvupóstinn okkar eða í gegnum Facebook messenger og fá þau sent heim með Íslandspóstinn.
Ath. síðasti sendingardagur fyrir Jólin er 19. desember.
Opnunartímar um Jólin og Áramót
Þriðjudagur 23.desember (Þorláksmessa): opið kl 14:00-21:00
Miðjuvikudagur 24. desember (Aðfangadagur Jóla): lokað
Fimmtudagur 25. desember (Jóladagur): lokað
Föstudagur 26. desember (Annar í Jólum): opið kl 14:00-21:00
Laugardagur 27.desember og Sunnudagur 28. desember: opið kl 11:00-21:00
Mánudagur 29.desember og Þriðjudagur 30. desember: opið kl 14:00-21:00
31. desember (Gamlársdagur): lokað
1.janúar (Nýársdagur): lokað
Komdu að leika!
Engin kunnátta eða hæfileikar nauðsynlegir. Það getur hver sem er keypt sér tíma fengið grunn leiðbeiningar og fengið að prófa.
| Til að bóka tíma: | |
|---|---|
| Sími: | 571-9330 |
| Tölvupóstur: | Bogfimisetrid@bogfimisetrid.is |
| Facebook: | Bogfimisetrið á Facebook Ath. að einungis er svarað á opnunartímum. Sjá opnunartíma hér fyrir neðan. |
Opnunartími | |
|---|---|
| Mánudaga – Föstudaga | 14:00 – 21:00 |
| Laugardaga | 11:00 – 21:00 |
| Sunnudaga | 11:00 – 21:00 |
Tímaverð | |
|---|---|
| 30 mínútur | 2.700 kr. á mann |
| 60 mínútur | 3.600 kr. á mann |
| 90 mínútur | 4.500 kr. á mann |
börn (16 ára og yngri)
Sunnudagar eru fjölskyldu dagar og þá er 25% viðbótar afsláttur fyrir fjölskyldur.
Sá afsláttur gildir ekki fyrir kaup á gjafabréfum)
Afslætti fyrir hópabókanir (10+ manns) er hægt að finna neðar.
Gjafabréf er einnig hægt að kaupa fyrir tíma. Skemmtileg og öðruvísi gjöf til þess að gefa á afmælinu eða í jólagjöf.
Það er hægt að kaupa gjafabréfin í afgreiðslunni okkar eða fá þau sent með Íslandspósti.
Við mælum með að bóka tíma fyrirfram, þá er búið að taka frá braut/ir fyrir ykkur.
Þó að oft sé pláss til að koma fólki fyrir sem kemur í Bogfimisetrið án þess að bóka tíma getur stundum verið takmarkað eða ekkert pláss í salnum vegna t.d. sumarnámskeiða, hópa, æfinga og móta. (semsagt betra að bóka og koma ekki mögulega fýluferð).
Það er hægt að panta tíma á opnunartímum Bogfimisetursins í gegnum bogfimisetrid@bogfimisetrid.is , síma 571-9330 eða Facebook messenger okkar.
Leiga á búnaði og grunn kennsla um öryggisleiðbeiningar og hvernig á að skjóta boga fylgja með í tímaverðinu (semsagt fyrst er smá kennsla, svo byrjar tíminn og allir skjóta).
Það er því engin þörf á að eiga boga eða kunna neitt um bogfimi til að koma og hafa gaman af íþróttinni eða bara að prófa í fyrsta sinn. 😎
Viðskiptavinir Bogfimisetursins eru á eigin ábyrgð í Bogfimisetrinu.
Börn 16 ára og yngri þurfa að vera undir eftirliti forráðamannasem fylgjast með að börnin fylgi öryggisreglum allan tímann á meðan leikið er og bera ábyrgð á þeim.
Fyrir barna hópa (16 ára og yngri) þarf að vera 1 fullorðinn á hver 3 börn á meðan skotið er öryggisins vegna.
Börn geta verið óútreiknanleg og hvatvís, sérstaklega í hópum. Í gamaninu gleymast oft öryggisreglur og börn átta sig ekki á því að boga er einnig hægt að nota sem vopn og grín getur þá breyst í alvöru. Því þarf að hafa meiri eftirlit með þeim svo að allir hafi gaman og fari heilir heim 😊
Börnin mega ekki koma á undan hinum fullorðnu eða vera eftir tímann án þeirra.
Ath. að neysla áfengis og/eða vímuefna er ekki leyfileg í salnum. Þeir sem eru undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna verður vísað frá.
Hópabókanir
Hægt er að bóka fyrir hópa og fá verð í gegnum email: Bogfimisetrid@bogfimisetrid.is
| Hópaafslættir: | |
|---|---|
| 10 – 20 manns | 15% af verði |
| 21 – 35 manns | 20% af verði |
| 36+ manns | 25% af verði |
Mögulegt getur verið að bóka hópa utan venjulegs opnunartíma.
Það getur verið að það sé ekki alltaf mögulegt að koma á móts við bókun hópa utan opnunartíma þar sem flestir sem starfa í Bogfimisetrinu eru einnig í landsliðum, öðrum vinnum og/eða skóla og því gæti það t.d. stangast á við landsliðsverkefni og slíkt.
Þess vegna er mikilvægt að hafa samband með eins miklum fyrirvara og mögulegt er til þess að athuga með slíkt svo að meiri líkur séu á að slíkt gæti gengið upp.
10.000.kr útkallsgjald bætist við verð þeirrar þjónustu sem keypt er utan opnunartíma.
(Semsagt verð hópsins á venjulegum tíma + 10.000.kr, sem við þurfum að greiða starfsmanninum fyrir útkallið 😊)
Bogfimisetrið ehf.
Dugguvogur 42
104 Reykjavík
Símanúmer: 571-9330
Kennitala: 710812-0550
Reikningsnúmer: 0331-26-007108
Fréttir af landsliðum og um bogfimiíþróttir á Íslandi er hægt að finna á fréttavefnum archery.is og á heimasíðu Bogfimisambands Íslands bogfimi.is😊







