Algengar Spurningar


Þarf að bóka tíma?

Við mælum með að bóka tíma. Þá er búið að taka frá pláss fyrir ykkur þegar þið komið til okkar 🙂

Hægt er að bóka tíma hjá okkur í gegnum síma, facebook og email.

 • Sími: 571-9330 (einungis á opnunartíma)
 • Facebook: https://www.facebook.com/Bogfimisetrid/
 • E-mail: bogfimisetrid@bogfimisetrid.is

 • Hvernig virkar þetta?

  Það er alls ekki flókið að koma í bogfimi!

  Þegar þið mætið byrjar leiðbeinandinn á því að útvega ykkur armhlífar, braut, boga og örvar. Þá fer leiðbeinandinn yfir reglurnar og kennir ykkur á búnaðinn. Þegar kennslan er búin er ykkur velkomið að byrja að skjóta en leiðbeinandi verður alltaf á svæðinu og ykkar innan handar.

  Tíminn ykkar byrjar ekki fyrr en þið byrjið að skjóta þannig að allur sá tími sem þið borgið fyrir nýtist.


  Er aldurstakmark?

  Nei það er ekkert aldurstakmark, það geta allir prófað bogfimi! Fyrir yngstu krakkana erum við með sérstaka boga sem henta þeim betur.

  Börn 16 ára og yngri þurfa þó alltaf að vera undir eftirliti forráðamanna sem bera ábyrgð á þeim.


  Er hægt að kaupa gjafabréf?

  Já! Við bjóðum upp á gjafabréf 🙂

  Hægt er að kaupa gjafabréf beint á staðnum í afgreiðslunni okkar eða þá í gegnum síma eða tölvupósti og hægt að fá þau afhent á staðnum eða þá send í pósti.


  Er hægt að halda upp á afmæli hjá ykkur?

  Já! Endilega sendið okkur tölvupóst ef þið hafið áhuga á að halda upp á afmæli hjá okkur.

  Við erum með góða aðstöðu fyrir afmælishald, nóg af borðum, stólum og sófum fyrir alla. Ykkur er líka velkomið að koma með mat og kökur, og aðrar veitingar og borða hjá okkur.


  Bjóðið þið upp á veitingar?

  Við erum með allskonar snakk, nammi og ís til sölu, að auki erum við með kaffivél og kæli með gosi og öðrum drykkjum.


  Hvernig virkar mánaðarkortið?

  Einstaklingar með mánaðarkort geta komið og æft sig eins lengi og þeir vilja – svo lengi sem það er á opnunartíma Bogfimisetursins.

  Mánaðarkortshafar hafa aðgang að búnaði Bogfimiseturins alveg eins og þeir sem kaupa staka tíma og því ekki þörf á að eiga sinn eigin boga til að nýta sér mánaðarkortið.


  Má hver sem er kaupa boga?

  Nei, það má ekki hver sem er kaupa sér boga.

  Bogfimisetrið selur ekki boga til einstaklinga sem eru undir 18 ára, eldri en það er velkomið að kaupa sér boga ef þeir eru með staðfestingu frá bogfimifélagi um félagsaðild viðkomandi að slíku félagi, svo að hægt sé að sækja um leyfi til lögreglu.


  Eru til margar tegundir af bogum?

  Það eru til mjög margar tegundir af bogum. Í Bogfimisetrinu erum við með þrjár tegundir sem við bjóðum fólki upp á að prófa:

 • Sveigboga (Recurve): Við eigum lang mest af sveigbogum og er sá bogi sem við kennum flestum á fyrst.
 • Langboga (Longbow): Svipaðari þeim bogum sem víkingarnir notuðu í gamla daga.
 • Trissuboga (Compound): Nota trissur til að færa þyngdina yfir í kapla og eru því tiltölulega léttir þegar búið er að draga þá upp en þungir til að byrja með. Það er sérstaklega auðvelt að skemma trissuboga ef vitlaust er farið með þá og því þarf að biðja sérstaklega um að prófa þá.

 • Hvað er innsti hringurinn á skotskífunni mörg stig?

  Innsti hringurinn á skífunni er líka 10 stig.

  Sumar skotskífur eru með „innri-tíu“ af tveimur ástæðum:

 • Trissubogar innanhúss nota minni tíuna.
 • Til að skera úr milli jafntefla utanhúss.

 • Hvað er átt við með dragþyngd og draglengd?

  Dragþyngd boga er mæld í pundum (lbs) og gefur til kynna kraftinn sem þarf til að draga bogann upp.

  Því er erfiðara að draga upp boga merktan 40 lbs en boga merktan 16 lbs.

  Almennt séð verða bogar þyngri eftir því sem maður dregur þá lengra upp og því er dragþyngd stöðluð við það þegar boginn er dreginn 28 tommur (‘‘).

  Draglengd er mismunandi á milli einstaklinga eftir ýmsum þáttum svosem handleggja lengd, en einnig getur draglengd breyttst eftir því sem fólk æfir sig.

  Þetta gerir það að verkum að ef þú ert með tvo einstaklinga, einn með langa draglend og hinn með stutta draglengd, geta þeir verið að skjóta af sama boga með mjög mismunandi krafti.


  Má veiða með boga á Íslandi?

  Nei, það má ekki veiða með bogum á Íslandi.

  Smkv. íslenskri löggjöf má eingöngu nota skotvopn við veiðar.


  Er bogfimi örugg?

  Já! Bogfimi er mjög örugg íþrótt og er oft sett í sama flokk og keila, badminton og borðtennis þegar það kemur að hlutfalli af slysum.

  Einnig eru mjög strangar reglur í gildi þegar bogfimi er stunduð til að tryggja að líkur á slysum séu sem allra minnstar.


  Ertu með spurningu sem er ekki hér? Ekki hika við að hafa samband við okkur! bogfimisetrid@bogfimisetrid.is