Námskeið og reglulegar æfingar

Bogfimisetrið stendur fyrir námskeiðum og æfingum fyrir alla.

Hægt er að skrá sig beint á námskeið/æfingar þótt að engin reynsla eða þekking sé fyrir hendi, við kennum allt sem þarf að kunna.

Byrjendanámskeið í bogfimi fyrir fullorðna (6 tímar).

þú lærir á námskeiðinu grunnatriði og öryggisatriði í bogfimi, grunninn á sveigboga og trissuboga, stigaskorun, keppnisreglur o.fl.

ATH: hámarksfjöldi 4 manns per námskeið!

Júní (á þriðjudögum og fimmtudögum): 4., 6., 11., 13., 18. og 20. júní 2019, kl 18:00-19:00.
Júlí (á mánudögum og miðvikudögum): 1., 3., 8., 10., 15. og 17. júlí 2019, kl 18:00-19:00.
Ágúst (á mánudögum og miðvikudögum): 12., 14., 19., 21., 26. og 28. ágúst 2019, kl 18:00-19:00.

Verð: 20.000.kr (mánaðarkort innifalið).

Byrjenda/Nýliða Námskeið/Æfingar. (10ára og eldri)

Per mánuð 12.000.kr
Vor önn Janúar til Júní. 40.000.kr
Haust önn Júlí til Desember. 40.000.kr
Sumar námskeið Júní og Júlí. 30.000.kr

Hópa þjálfaratímar: ÞRIÐJUDAGA og FIMMTUDAGA 16:00-17:30 allt árið.

Fullorðna Námskeið/Æfingar. (20ára og eldri)

Per mánuð 15.000.kr
Vor önn Janúar til Júní. 50.000.kr
Haust önn Júlí til Desember. 50.000.kr
Sumar námskeið Júní og Júlí. 35.000.kr

Hópa þjálfaratímar: ÞRIÐJUDAGA og FIMMTUDAGA 18:30 – 20:00

Æfingar fyrir lengra komna. (13 ára og eldri)

Vor önn er Janúar til Júní. 50.000.kr
Haust önn er Júlí til Desember. 50.000.kr
Sumarnámskeið er Júní og Júlí. 35.000.kr

Aðeins fyrir þá sem eru búnir að kaupa sér allann sinn eigin búnað. Oftast eru þeir líka að miða á árangur á Íslenskum eða erlendum stórmótum.

Hópa þjálfaratímar: MÁNUDAGA og MIÐVIKUDAGA 16:00-17:30 allt árið.

MASTERS (50+) Námskeið/Æfingar.

Vor önn Janúar til Júní. 50.000.kr
Haust önn Júlí til Desember. 50.000.kr
Sumar námskeið Júní og Júlí. 35.000.kr

Hópa þjálfaratímar: MÁNUDAGA og MIÐVIKUDAGA 18:30-20:00 allt árið

Einkakennsla/þjálfun

Guðmundur Guðjónsson eða Astrid Daxböck
25.000.kr mánuðurinn per mann.
3 tímar í viku á tíma sem hentar þér (t.d eftir vinnu eða skóla).
Þarft ekkert að kunna og aldrei að hafa skotið boga.
Afnot af búnaði og svæði innifalið.
Allur aldur velkominn.
Skráning og greiðsla í gegnum Bogfimisetrið, hafið samband við bogfimisetrid@bogfimisetrid.is

Kelea Quinn sjá verð og upplýsingar á https://keleaquinn.com/tag/archery/

Almennar upplýsingar um námskeið/æfingar.

Það er velkomið að kíkja í einn af tímunum og sjá hvernig æfingarnar eru. Prufutími fer eftir venjulegri tímagjaldskrá Bogfimisetursins (sjá forsíðu).

Hægt er að nota frístundakort eða stéttarfélags íþróttastyrki til að greiða fyrir námskeiðin. Talaðu við þjálfarann til að fá hann til að aðstoða þig við að sækja um styrki. Flestir ættu að geta borgað töluvert minna og jafnvel fengið námskeiðin endurgreidd að fullu með þeim styrkjum sem eru í boði.
Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir námskeiði og gefa sem gjöf.

Hægt er að greiða fyrir námskeiðin á staðnum eða með því að leggja inn á KT: 710812-0550 RN: 0331-26-007108. Við tökum einnig netgíró og hægt er að skrá námskeið í mánaðarlega áskrift á kreditkort.
ATH að námskeiðin verða ekki endurgreitt.

Innifalið í öllum námskeiðunum (nema einkanámskeiðum) er aðgangur að Bogfimisetrinu alla daga á opnunartíma.

16 ára og yngri þurfa að hafa mat þjálfara og foreldra um að þroskinn sé nægilegur til þess að þau geti æft örugglega án eftirlits utan þjálfaratíma.

Ekki er skylda að mæta í alla hópa þjálfaratíma. Þeir tímar eru settir upp svo að fólk geti fengið kennslu og ráðgjöf og æft sig svo hvenær sem er á milli. (oftast er kennari/þjálfari við á öðrum tímum á opnunartíma)

Á námskeiðinu hefurðu aðgang að mjög basic byrjendabúnaði og við mælum almennt með því að flestir kaupi sinn eigin búnað eftir fyrsta mánuðinn. Fáðu ráð hjá þjálfaranum um hvaða búnaður hentar þér.

Til að kaupa boga þarf að vera í íþróttafélagi og leyfi frá lögreglustjóra (þegar þú kaupir boga í gegnum búðina okkar, þá sjáum við um það allt fyrir þig, þú þarft bara að velja boga. Allt annað en boga má kaupa án leyfis)