Bogfimisetrið
Vefverslun
Bogfimisetrið

Bogfimisetrið

Skemmtilegt og öruggt sport fyrir alla fjölskylduna.

Bogfimi er stunduð eins og keila. Það má hver sem er, óvanur eða ekki, labba inn af götu og stunda sportið, hvenær sem er, á milli 12-22 (16-22 eftir 14.maí.2017) alla virka daga. Opnun 10-22 um helgar. Við erum í Dugguvogi 2 Reykjavík.
Hægt að panta tíma í síma 571-9330

Allur aldur velkominn en undir 15 ára aðeins í fylgd og eftirliti fullorðinna. Yngsta manneskjan sem stundar bogfimi reglulega núna er 4 ára stelpa og elstur er um nírætt.

Það eina sem þú þarft að koma með er sjálfa/n þig, góða skapið og kannski vinina ef þú vilt keppa við einhvern.

Allur búnaðurinn er á staðnum. Þú færð boga, örvar, hlífar og skotmörk allt sem þarf.
Ásamt því er leiðbeinandi á staðnum sem kynnir þér grunninn að því hvernig á að skjóta af boga og hjápar þér þegar þig vantar aðstoð.

Athugið ekki má neyta áfengis og annarra vímuefna fyrir komu eða hjá okkur. Það varðar við vopnalög og þeir sem það gera fá ekki að skjóta. (Líka eftir 1/2 bjór)

Bogarnir í salnum eru allir í mismunandi stærðum og gerðum svo að allir ættu að geta fundið sér stærð eða gerð við hæfi.
Handalaus, fótalaus, hæfileika laus, þykkur, knár, stór og smár, það er til bogi fyrir alla og það er hægt að kenna öllum sem vilja læra.

Það sem skiptir höfuð máli í bogfimi er skotstaða og þeim mun meira sem æft er þeim mun meiri árangri er náð.
Fólk er oft hissa á því hvað það getur í þessu sporti.

Það komast allt að 55 manns í Reykjavík að skjóta á sama tíma, venjan í bogfimi er að allir séu að skjóta á sama tíma og fari svo að sækja örvarnar á sama tíma. Sölunum er skipt niður í svæði öryggisins vegna og svo það sé sem minnst bið og mest gaman.

Við erum oft spurðir hvað er góður byrjandi að geta? Það eru allir góðir byrjendur, munurinn er bara hvort fólk er búið að ná undirstöðu atriðunum eða ekki. Mikilvægast upp á hittni er að strengurinn sé að snerta hökuna og vísifingurinn liggji meðfram kjálkanum.

Ef þú ert að hitta um 80-90% af örvunum í Gula og innri rauða á 10 metra færi með standard hússkífu þá ertu góður (semsagt 90% af örvunum í 8-9-10).

Það er keppt á Íslandi í bogfimi. Bogfimi er einnig ólympíu íþrótt og er líka keppt í henni á ólympíuleikum fatlaðra í standandi, sitjandi og blindra flokkum.
Besti árangur Íslands á erlendu móti er 4 sæti í einstaklingskeppni á Heimsbikarmótinu í Marrakesh í Marakó 2014, og 9 sæti í liðakeppni á Heimsmeistaramótinu í Nimes í Frakklandi árið 2014. Þannig að við erum en að bæta okkur. Besti árangur Íslands á heimsmeistarmóti er 17 sæti í einstaklingskeppni.

Bogfimisetrið er staðsett
Í Dugguvogur 2, 104 Reykjavík


Aðalsími: 571-9330


Aðal e-mail: bogfimisetrid@bogfimisetrid.is

Yfirlitsmyndir af salnum gamla

 

Upplýsingar um starfsfólk Bogfimisetursins.

Guðjón Einarsson byrjaði í bogfimi árið 2012 var Íslandsmeistari í Trissubogaflokki 2013 og varð 2014 í níunda sæti á heimsmeistarmóti í bogfimi í liðakeppni sem haldið var í Frakklandi. Guðjón er ein af okkar fremstu bogaskyttum, margverðlaunaður og er enn að batna, viskubrunnur um búnað og kennslu, einn af stofnendum Bogfimisetursins og er the Big DOG boss og yfiryfirmaðurinn hjá bæði Bogfimisetrinu og Bogfimiversluninni(GuðGuð ehf)
Guðjón er með þriðja stigs þjálfararéttindi frá ÍSÍ og er landsdómari. gudjon at bogfimisetrid.is

Margrét Einarsdóttir er rekstrarstjóri Bogfimisetursins í Reykjavík. Hún hefur unnið hjá Bogfimisetrinu frá upphafi, byrjaði að sópa gólfin og mála þegar salurinn var settur upp og er búin að vinna sig upp hjá Setrinu og á það vel skilið. Margrét er einnig yfir barna og unglingastarfi Bogfimisetursins. Stofnandi Íþróttafélagsins Freyju, hún er formaður bogfiminefndar ÍSÍ, hún er einnig menntaður leikskólaliði og með annars stigs þjálfararéttindi frá ÍSÍ og er landsdómari. Íslandsmeistari í Langboga og margverðlaunuð íþróttakona. Einstaklega yndæl manneskja sem er mjög gott að eiga við. Ef hún þarf þess tekur hún upp svipuna og agar okkur til (það þarf að halda aga í barna og unglingastarfinu, og starfsfólkinu, og fjölskyldunni, og kúnnunum, og stjórnvöldum, og svo framvegis hehe ;) margret at bogfimisetrid.is

 

Astrid Daxböck er reynd bogfimikona sem er búin að keppa á mörgum mótum, besti árangur hennar er 17 sæti á heimsmeistaramótinu í Ankara Tyrklandi 2016 (sem er einnig hæsta sæti sem nokkur hefur náð fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti). Hún er með fyrsta stigs kennara réttindi frá WorldArchery heimssambandinu.
Hún er í stjórn Bogfimifélagsins Bogans ásamt því að vera virkur sjálfboðaliði Bogfiminefndar ÍSÍ.
Hún er einstaklega ákveðin skytta og tekur bogfimini mjög alvarlega þegar þess þarf og stefnir hátt. Hún er mjög góðhjörtuð "kona" og rosalega þolinmóður kennari sem er tilbúin til að aðstoða. Astrid at Archery.is

Guðmundur Örn Guðjónsson .
Guðmundur er þriðjastigs þjálfari ÍSÍ og International coach level 1 og landsdómari og hinn stofnandi Bogfimisetursins og Bogfimiverslunarinnar GuðGuð ehf.

Við erum kjarni Bogfimisetursins ásamt her af frábæru og gáfuðu fólki í aukavinnu og sjálfboðavinnu hjá íþróttafélögunum, sem allt hefur reynslu af íþróttinni og er tilbúið til að miðla þekkingu sinni til annara. Og við gætum ekki gert þetta án þeirra, Takk fyrir öll sömul.

Okkur langar að kynnast þér, já þér sem er að lesa þetta, Kíktu í heimsókn, já ég er að bjóða þér :D
Sjáumst á eftir :)