Bogfimisetrið
Vefverslun
Bogfimisetrið

Bogfimisetrið

Skemmtilegt og öruggt sport fyrir alla fjölskylduna.

Bogfimi er stunduð bæði sem Ólympísk keppnisíþrótt og sem hobby. Það má hver sem er, óvanur eða Pro, labba inn af götu og stunda sportið, hvenær sem er, á milli 16-22 alla virka daga og 10-22 um helgar.

Við erum í Dugguvogi 2 Reykjavík.
Hægt að panta tíma í síma 571-9330

Allur aldur velkominn en undir 15 ára aðeins í fylgd og eftirliti fullorðinna. Yngsta manneskjan sem stundar bogfimi reglulega núna er 4 ára stelpa og elstur er um nírætt.

Það eina sem þú þarft að koma með er sjálfa/n þig, góða skapið og kannski vinina ef þú vilt keppa við einhvern.

Allur búnaðurinn er á staðnum. Þú færð boga, örvar, hlífar og skotmörk allt sem þarf.
Ásamt því er leiðbeinandi á staðnum sem kynnir þér grunninn að því hvernig á að skjóta af boga og hjápar þér þegar þig vantar aðstoð.

Athugið ekki má neyta áfengis og annarra vímuefna fyrir komu eða hjá okkur. Það varðar við lög og þeir sem það gera fá ekki að skjóta.

Bogarnir í salnum eru allir í mismunandi stærðum og gerðum svo að allir ættu að geta fundið sér stærð eða gerð við hæfi.

Það sem skiptir höfuð máli í bogfimi er skotstaða og þeim mun meira sem æft er þeim mun meiri árangri er náð.
Fólk er oft hissa á því hvað það getur í þessu sporti.

Það komast allt að 55 manns í Reykjavík að skjóta á sama tíma, venjan í bogfimi er að allir séu að skjóta á sama tíma og fari svo að sækja örvarnar á sama tíma. Sölunum er skipt niður í svæði öryggisins vegna og svo það sé sem minnst bið og mest gaman.

Við erum oft spurðir hvað er góður byrjandi að geta? Það eru allir góðir byrjendur, munurinn er bara hvort fólk er búið að ná undirstöðu atriðunum eða ekki. Mikilvægast upp á hittni er að strengurinn sé að snerta hökuna og vísifingurinn liggji meðfram kjálkanum.


Bogfimisetrið er staðsett
Í Dugguvogur 2, 104 Reykjavík


Aðalsími: 571-9330


Aðal e-mail: bogfimisetrid@bogfimisetrid.is