Bogfimisetrið
Vefverslun

Námskeið

Bogfimisetrið stendur fyrir námskeiðum fyrir þá sem hafa áhuga á að æfa og keppa í bogfimi reglulega.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá tímatöflu yfir komandi námskeið og hægt að skrá sig á námskeiðin

Þér verður send staðfesting um að við höfum fengið skráninguna (ef þú færð ekki staðfestingu geturðu hringt í okkur 571-9330), svo sendum við þér e-maili með staðfestingu og smá lesefni áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið verður að vera greitt áður en það hefst.
Hægt er að greiða með því að leggja inn á eftirfarandi reikning.
Rn: 0331-26-007108
Kt: 710812-0550

Við leggjum til áhöld og tæki, þú þarft bara að koma með sjálfann þig, opinn hug og bros á vör

Á Grunn námskeiðum er farið yfir grunn atriði bogfimi ásamt því að fara út í grunn upplýsingar um stillingar á sveigbogum, örvum, öryggisatriði og almennt um mismunandi tegundir boga o.fl. ásamt því fá þeir sem eru á námskeiðinu kennslu á hinar helstu bogategundirnar, sveigboga, trissuboga og langboga (og aðra sigtislausa boga)
Meirihlutinn af námskeiðinu er verklegt (þ.e.a.s. skjóta bogum læra form og slíkt) en svo er hluti smá sýnikennsla um stillingar, öryggi o.fl.
Flest Bogfimifélögin eru með inngöngukröfuna að menn séu búnir með grunn námskeið. Í lok námskeiðsins verður þér boðið að ganga í bogfimifélag og bent á þau félög sem eru til.

Við erum með samning við Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ um að það sé hægt að nota Tómstunda og Frístundakortin þeirra í Bogfimisetrinu (á við námskeið 10 vikur eða lengur).

NÁMSKEIÐALISTI


Það þarf ekki að fara á námskeið til að fá að koma í salinn og fá að skjóta boga, þau eru aðeins fyrir þá sem vilja ganga í bogfimifélag vilja eiga boga, vilja keppa,eða vilja bara verða betri bogamenn.

Grunnnámskeiðin eru fyrir 12 ára og eldri

Við tökum tillit til þeirra sem eru í vakta vinnu eða verða veikir og slíkt og leyfum þeim að klára tímana sem þeir komast ekki á öðrum tímum. Sem sagt, þú færð alltaf að klára alla þína 6 tíma. Þannig að skráðu þig bara á næsta námskeið
Þeir sem eru utan að landi eða í vaktarvinnu geta óskað eftir öðrum tímum í samráði við kennara.


Grunn Námskeið Júní kl.18:00 - 19:00
í 6 skipti á þriðjudaga og miðvikudaga byrjar 13.júní
Dagana:13.14.20.21.27 og 28.júní
Verð: 25.000.kr
Max. 8 manns


Grunn Námskeið Júlí kl.18:00 - 19:00
í 6 skipti á þriðjudaga og miðvikudaga byrjar 4.júlí
Dagana: 4.5.11.12.18. og 19.júlí
Verð: 25.000.kr
Max. 8 manns


Framhaldsþjálfun, fyrir þá sem eru búnir með grunn námskeið.

Hægt er að biðja um aukatíma hjá þjálfara. Þjálfari getur gefið þér nánari leiðbeiningar um hvað má bæta í formi. Þú getur mætt í einn tíma og fengið ábendingar um hvað má bæta og breyta.

Hægt er að panta tíma og mæla sér mót við þjálfara.

Astrid Daxböck Þjálfaranámskeið Þjálfaranámskeið 1 og 2 hjá ÍSÍ + Level 1 hjá WA
astrid@archery.is

Guðjón Einarsson hefur lokið Þjálfara námskeiði hjá Kisik Lee frægur ólympíuþjálfari og Martin Damsbö dönskum heimsmeistara.
gudjon@bogfimisetrid.is

Verð per tímann er ákveðið af þjálfara.SKRÁ Á NÁMSKEIÐ / ÆFINGAR

Nafn:

Netfang:

Sími:

Kennitala:

Námskeiðs tegund: