Bogfimisetrið
Vefverslun

Námskeið

Bogfimisetrið stendur fyrir námskeiðum fyrir þá sem hafa áhuga á að æfa og keppa í bogfimi reglulega.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá tímatöflu yfir komandi námskeið og hægt að skrá sig á námskeiðin

Þér verður send staðfesting um að við höfum fengið skráninguna (ef þú færð ekki staðfestingu geturðu hringt í okkur 571-9330), svo sendum við þér e-maili með staðfestingu og smá lesefni áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið verður að vera greitt áður en það hefst.
Hægt er að greiða með því að leggja inn á eftirfarandi reikning.
Rn: 0331-26-007108
Kt: 710812-0550

Við leggjum til áhöld og tæki, þú þarft bara að koma með sjálfann þig, opinn hug og bros á vör

Á Grunn námskeiðum er farið yfir grunn atriði bogfimi ásamt því að fara út í grunn upplýsingar um stillingar á sveigbogum, örvum, öryggisatriði og almennt boga o.fl.
Meirihlutinn af námskeiðinu er verklegt (þ.e.a.s. skjóta bogum læra form og slíkt) en svo er hluti smá sýnikennsla um stillingar, öryggi o.fl.

Flest Bogfimifélögin eru með inngöngukröfuna að menn séu búnir með grunn námskeið. Í lok námskeiðsins verður þér boðið að ganga í bogfimifélag og bent á öll þau félög sem eru til.

Til að kaupa sér boga þarf viðkomandi að vera skráður í félag sem stundar bogfimi samkvæmt Íslenskum lögum.

Við erum með samning við Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ um að það sé hægt að nota Tómstunda og Frístundakortin þeirra í Bogfimisetrinu (á við námskeið 10 vikur eða lengur).

NÁMSKEIÐALISTI


Það þarf ekki að fara á námskeið til að fá að koma í salinn og fá að skjóta boga, þau eru aðeins fyrir þá sem vilja ganga í bogfimifélag vilja eiga boga, vilja keppa,eða vilja bara verða betri bogamenn.

Grunnnámskeiðin eru fyrir 14 ára og eldri

Við tökum tillit til þeirra sem eru í vakta vinnu eða verða veikir og slíkt og leyfum þeim að klára tímana sem þeir komast ekki á öðrum tímum. Sem sagt, þú færð alltaf að klára alla þína 6 tíma. Þannig að skráðu þig bara á næsta námskeið
Þeir sem eru utan að landi eða í vaktarvinnu geta óskað eftir öðrum tímum í samráði við kennara.


Grunn Námskeið Maí kl.18:00 - 19:00
í 6 skipti á mánudaga og miðvikudaga byrjar
Dagana: 30.Apríl, 2., 7., 9., 23. og 28.Maí
Verð: 20.000.kr
(fyrir 14 ára og eldri)


Grunn Námskeið Júní kl.18:00 - 19:00
í 6 skipti á mánudaga og miðvikudaga byrjar 4.Júní
Dagana: 4., 6., 11., 13., 18. og 20.Júní
Verð: 20.000.kr
(fyrir 14 ára og eldri)


Grunn Námskeið Júlí kl.18:00 - 19:00
í 6 skipti á mánudaga og miðvikudaga byrjar 9. Júlí
Dagana: 9., 11., 16., 18., 23. og 25. Júlí.
Verð: 20.000.kr
(fyrir 14 ára og eldri)


Einnig er hægt að bóka einkaþjálfara til að taka grunn námskeið hjá neðst á síðunni.


Æfingar með þjálfara fyrir 14-20 ára gamla.

Hópur 1
Mánudaga og Miðvikudaga 16:00-17:30
Verð: 35.000.kr Önnin

Hópur 2
Þriðjudaga og Fimmtudaga 16:00-17:30
Verð: 35.000.kr Önnin

Önn 1 er Janúar til Júní. Önn 2 er Júlí til Desember.

Þjálfararnir eru allir menntaðir þjálfarar frá heimssambandinu level 1 eða 2.

Nýlega er búið að gera stór breytingar á ungmennastarfinu. Það var bætt við fleiri menntaðri þjálfurum og tímum og hámarks fjölda breytt. Fleiri og opnari æfingartímar. Þetta program gefur þeim mestann möguleika á því að ná árangri í sportinu. Fleiri æfingum verður svo bætt við ef aðsókn fyllist

Flestir ungir krakkar yngri en 14 ára hafa ekki þroska í að vera rólegir á æfingum. Hægt er að kíkja við með áhugasama krakka á bilinu 12-14 ára í prufu í eina viku. Þjálfararnir á námskeiðinu meta svo hvern einstakling fyrir sig upp á hvort þeir eru nóg of yfirvegaðir til að taka kennslu og trufla ekki hópinn.

Seinna þegar þetta program er komið af stað verður líklega byrjað með ungmennastarf 10-14 ára. En það verður líklega ekki á þessu ári. En strax og það er ákveðið verður því bætt hérna inn.


Æfingar fyrir fullorðna (21 árs og eldri.)

Alla daga 16:00-22:00

Verð: 2.400.kr Klukkutíminn. Eða 12.000.kr fyrir mánaðarkort.


Einkaþjálfarar.

Hægt er að panta tíma og mæla sér mót við einkaþjálfara. Einnig er hægt að taka grunnnámskeiðið í gegnum einkaþjálfara.

Verð eru almennt ákveðin af einkaþjálfurunum sjálfum, þeir eru ekki á vegum Bogfimisetursins heldur á sínum eigin vegum.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa áhuga á að taka einstaklinga að sér.

Sveinn Stefánsson Höfuðborgarsvæðið
Hefur lokið þjálfaranámskeiði 1 hjá Heimsbogfimisambandinu.
Grunnnámskeið í einkakennslu.
svennispes@gmail.com

Astrid Daxböck. Höfuðborgarsvæðið.
Hefur lokið þjálfaranámskeið 1 og 2 hjá ÍSÍ + Level 1 hjá Heimsbogfimisambandinu.
Grunnnámskeið í einkakennslu 30.000.kr
astrid@archery.is

Guðjón Einarsson. Höfuðborgarsvæðið.
Hefur meðal annars lokið elite þjálfara námskeiði hjá Kisik Lee og tæknilegu námskeiði hjá Martin Damsbö dönskum heimsmeistara. ofl
gudjon@bogfimisetrid.is

Guðmundur Örn Guðjónsson. Höfuðborgarsvæðið.
60.000.kr fyrir 6 daga einka grunnnámskeið, framhaldsþjálfun eða kennsla á stillingum búnaðs (eða allt á sama tíma). Á Trissuboga og/eða Sveigboga.
gummi@bogfimisetrid.is

Verð er ákveðið af einkaþjálfara ef það er ekki tekið fram. Endilega sendið þeim línu og spurjið (það kostar ekkert að spyrja).


SKRÁ Á NÁMSKEIÐ / ÆFINGAR

Nafn:

Netfang:

Sími:

Kennitala:

Námskeiðs tegund: